Fréttir
Vel sóttur aðalfundur

Vel sóttur aðalfundur

Um 60 manns, á Stórhöfða Reykjavík og Skipagötu Akureyri, sóttu aðalfund Byggiðnar, sem fram fór í gær, fimmtudaginn 18. apríl.

Hefðbundin aðalfundarstörf voru á dagskrá fundarins og endurskoðandi félagsins fór yfir ársreikning.

Fyrir fundinum lá tillaga frá Heimi Kristinssyni varaformanni um fjölgun orlofshúsa. Fundurinn samþykkti að veita stjórn slíka heimild með öllum greiddum atkvæðum. Stjórn og orlofsnefnd munu í kjölfarið hefjast handa við að skoða valkosti og kanna hug félagsfólks.

Fundurinn samþykkti einróma að styrkja Ljósið um 500 þúsund krónur. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.

Ný stjórn og varastjórn var kjörin á fundinum í samræmi við lög félagsins og skipað í nefndir.

Stjórn Byggiðnar starfsárið 2024-2025 er þannig skipuð:

Jón Bjarni JónssonFormaður
Heimir KristinssonVaraformaður
Jóhann Pétur GuðvarðssonRitari
Sóley Rut JóhannsdóttirGjaldkeri
Andri Sveinn JónssonStjórnarmaður
Kári GunnarssonStjórnarmaður
Ingi Valur ÞorgeirssonStjórnarmaður
Haukur Ingi JónssonVaramaður
Þórður DaníelssonVaramaður
Guðmundur JóhannssonVaramaður

Hér má sjá myndir frá fundinum: