Um fræðslumál
Byggiðn á aðild að IÐUNNI fræðslusetri í gegn um þátttöku sína í Samiðn – sambandi iðnfélaga. IÐAN stendur fyrir fjölbreyttu námsframboði í þeim iðngreinum sem félagar í Byggiðn starfa við. Þar má sækja námskeið í grunnámi, endur- og símenntun auk einstakra námskeiða. Félagsmenn geta sótt þessu námskeið á niðurgreiddu verði.
Jafnframt starfrækir Byggiðn sérstakan fræðslusjóð. Tilgangur hans er að stuðla að hverskonar fræðslu og framgangi félagsmanna. Það er m.a. gert með því að styrkja félagsmenn til þátttöku í námskeiðum og ráðstefnum, sem ekki eru styrkt af öðrum styrktarsjóðum sem félagsmenn eiga aðild að. Sjóðurinn veitir ekki styrki vegna náms eða námskeiða í þeim tilvikum sem félagmenn hafa fullnýtt áunninn rétt í öðrum sjóðum á sömu forsendum.
Fræðslusjóðurinn hefur sérstaka skipulagsskrá þar sem fram koma þær reglur sem unnið er eftir þegar styrkjum úr sjóðnum er úthlutað.
Fjárhæðir styrkja úr fræðslusjóði eru sem hér segir:
- Námsstyrkur er að hámarki 45.000 kr.
- Tómstundastyrkur er að hámarki 25.000 kr.
- Sveinsprófsstyrkur er 80.000 kr.
(Síðast uppfært 1. janúar 2024)
Nánari upplýsingar um þessa styrki er að finna á mínum síðum.
Styrkur vegna meiraprófs
Athygli er vakin á því að félagsmenn, sem greitt er af í endurmenntunarsjóði IÐUNNAR, geta sótt um styrk vegna náms til aukinna ökuréttinda. Viðkomandi félagsmaður þarf að færa rök fyrir umsókn sinni en skilyrði fyrir veitingu styrks er að aukin ökuréttindi tengist starfi á fagsviði viðkomandi félagsmanns. Styrkurinn getur að hámarki numið 150 þúsund krónum.