Um fræðslumál

Menntun skiptir æ meira máli í daglegu lífi og aðgangur að virkri endur- og símenntun er nauðsynleg til að starfsmenn séu ávalt samkeppnishæfir á vinnumarkaði. Byggiðn leggur mikla áherslu á að tryggja félagsmönnum sínum aðgang að bestu fræðslutilboðum á hverjum tíma. Félagið á aðild að Iðunni, fræðslusetri, í gegnum þátttöku sína í Samiðn. Iðan stendur fyrir margvíslegu námi í þeim iðngreinum sem félagar í Byggiðn starfa við, allt frá grunnnámi, endur- og símenntun og einstökum námskeiðum.

Jafnframt starfrækir Byggiðn sérstakan fræðslusjóð. Tilgangur hans er að stuðla að hverskonar fræðslu og framgangi félagsmanna. Það er m.a. gert með því að styrkja félagsmenn til þátttöku í námskeiðum og ráðstefnum, sem ekki eru styrkt af öðrum styrktarsjóðum sem félagsmenn eiga aðild að. Sjóðurinn veitir ekki styrki vegna náms eða námskeiða í þeim tilvikum sem félagmenn hafa fullnýtt áunninn rétt í öðrum sjóðum á sömu forsendum.
Fræðslusjóðurinn hefur sérstaka skipulagsskrá þar sem fram koma þær reglur sem unnið er eftir þegar styrkjum úr sjóðnum er úthlutað, sjá hér.
Hægt er að sækja umsóknareyðublað á vefinn (Umsóknir/eyðublöð) til að fylla út og senda félaginu.