Kjaramál

Kjaramál í einni eða annarri mynd eru hryggstykkið í starfi hvers verkalýðsfélags og það sem verkalýðsfélög eru mynduð um.

Hvað fellur undir kjaramál? 

Kjaramál eru grunnurinn að starfi stéttarfélaga og ástæðan fyrir því að þau urðu til. Með kjarasamningum tryggjum við félagsmönnum laun, réttindi og öryggi í starfi. 

Kjaramál ná yfir helstu réttindi á vinnumarkaði, þar á meðal: 

  • Veikindarétt 
  • Orlof og frídaga
  • Tryggingar 
  • Fræðslumál og símenntun 
  • Önnur réttindi samkvæmt gildandi samningum og lögum 

Hvaða samningar gilda? 

Byggiðn er aðili að fjölmörgum kjarasamningum. Flest félagsfólk starfar samkvæmt samningum á almennum vinnumarkaði, en margir starfa einnig eftir samningum við ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg. 
Réttindaákvæði eru oft samræmd milli samninga, en undantekningar geta verið til staðar. Því skiptir máli að vita hvaða samningur gildir fyrir þitt starf.  

Byggiðn er aðili að Samiðn – landssambandi iðnfélaga. Samiðn fer með samningsrétt fyrir hönd aðildarfélaga gagnvart atvinnulífinu, ríkinu og sveitarfélögum. 

Þjónusta Byggiðnar 

Á skrifstofu Byggiðnar starfar öflugt teymi með víðtæka reynslu af kjaramálum. Við svörum daglega fyrirspurnum félagsfólks og veitum hraða og trausta ráðgjöf

Ef þú ert í vafa um þín réttindi, taxta eða hvaða samningur gildir fyrir þitt starf? – hafðu samband við Byggiðn. Við hjálpum félagsmönnum að fara rétt að og tryggja að þeir njóti þeirra réttinda sem þeir eiga.