Reglur um orlof
Í lögum og kjarasamningum er kveðið á um að allt launafólk eigi rétt á orlofi. Félagi ávinnur sér orlofsrétt hjá atvinnurekanda í hlutfalli við vinnu allt árið. Taka orlofs skal fara fram á svokölluðu orlofstímabili, sem er frá 1. maí, til 30. september, ár hvert. Sé ekki um annað samið, skal orlof veitt í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september.
Orlof er að lágmarki tveir orlofsdagar fyrir hvern unninn mánuð og reiknast á hverja launagreiðslu, m.v. heildarlaun. Orlofslaun eru að lágmarki 10,17% af heildarlaunum, en hlutfallið og orlofsrétturinn hækka með auknum starfsaldri. Sjá nánar í 4. kafla kjarasamnings.
Í kjarasamningum er kveðið á um sérstaka orlofsuppbót, sem er eingreiðsla sem ber að greiða í tengslum við orlofstöku starfsmanns.