IÐAN fræðslusetur
Byggiðn er aðili að IÐAN fræðslusetur ehf. sem varð til við samruna nokkurra fræðslumiðstöðva í iðnaði og ferðaþjónustu vorið 2006.
Hlutverk IÐUNNAR er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í bíl-, bygginga-og málmiðngreinum, prentiðnaði og matvæla- og veitingagreinum.
Iðan heldur fjölda námskeiða á hverju ári fyrir byggingamenn þar sem þeir geta bætt við sig þekkingu og rifjað upp annað, aukin áhersla á endurmenntun hefur verið mikil undanfarin ár og hefur IÐAN marga góða kosti í því. Sjá hér.
Einnig býður IÐAN upp á fjölda námskeiða fyrir aðrar iðngreinar sem einnig eru opin fyrir félagsmenn Byggiðnar. Þá hafa félagsmenn Byggiðnar aðgang að tölvunámskeiðum, sjá hér og stjórnunarnámskeiðum, sjá hér.
IÐAN býður þar að auki upp á náms- og starfsráðgjöf, sjá hér og raunfærnimat, sjá hér.
IÐAN hefur einnig alla umsjón með gerð námsamninga fyrir byggingamenn, sjá hér og sér einnig um framkvæmd sveinsprófa, sjá hér.
Aðsetur: Vatnagarðar 20. 104, Reykjavík
Sími 590-6400, fax 590-6401
Netfang: idan@idan.is
Heimasíða: idan.is