Hvað er styrkt?

Athugið að sækja þarf um alla styrki innan 12 mánaða frá dagsetningu reiknings.

Líkamsrækt

Með líkamsrækt er átt við t.d. sund, reglulega þjálfun í viðurkenndri líkamsræktarstöð, hjá íþróttafélagi, golfklúbbi eða skíðafélagi. Stöðin/skólinn/félagið skal vera lögaðili með kennitölu og fast heimilisfang og með fasta aðstöðu.

Upphæð styrks

  • Allt að 60% framlagðs kostnaðar.
  • Þó ekki hærri en kr. 50.000 á hverju 12 mánaða tímabili.

Fylgigögn með umsókn

  • Reikningur með nafni og kennitölu félagsmanns
  • Greiðslukvittun (t.d. skjáskot úr heimabanka)

Sjúkraþjálfun

Upphæð styrks

  • Heimilt er að greiða 40% af hluta sjúklings eftir að tryggingastofnun hefur greitt sinn hlut sjúkraþjálfunar.
  • Hámark er 82.500 kr. á hverju 12 mánaða tímabili.

Fylgigögn með umsókn

  • Reikningur með nafni og kennitölu félagsmanns
  • Greiðslukvittun (t.d. skjáskot úr heimabanka)

Endurhæfing

Styrkurinn er veittur vegna endurhæfingar og meðferðar hjá aðila sem hefur starfsleyfi frá landlækni s.s. sjúkranuddara, osteópata, iðjuþjálfa, hnykkjara/kírópraktor og heilsunuddara.

Upphæð styrks

  • Greitt er 40% af kostnaði.
  • Hámark er kr. 66.000 á hverjum 12 mánuðum.

Fylgigögn með umsókn

  • Reikningur með nafni og kennitölu félagsmanns
  • Greiðslukvittun (t.d. skjáskot úr heimabanka)

Viðtalsmeðferð

Styrkur er veittur vegna meðferðar hjá sérfræðingi sem hefur starfsleyfi frá landlækni s.s. sálfræðingi, félagsráðgjafa og geðhjúkrunarfræðingi.

Upphæð styrks

  • Greitt er 40% af kostnaði.
  • Í allt að 20 skipti á hverjum 12 mánuðum.
  • Hámark er kr. 9900 fyrir hvert skipti.

Fylgigögn með umsókn

  • Reikningur með nafni og kennitölu félagsmanns
  • Greiðslukvittun (t.d. skjáskot úr heimabanka)

Gleraugu og linsur

Styrkur er veittur vegna kaupa á gleraugum og linsum.

Upphæð styrks

  • Styrkur vegna kaupa á gleraugum og linsum er allt að kr. 80.000.
  • Þó aldrei hærri en 50% af útlögðum kostnaði.
  • Styrkur er veittur á minnst þriggja ára fresti.

Fylgigögn með umsókn

  • Reikningur með nafni og kennitölu félagsmanns
  • Greiðslukvittun (t.d. skjáskot úr heimabanka)

Heyrnatæki

Styrkur er veittur vegna kaupa á heyrnartækjum.

Upphæð styrks

  • Greitt er 40% af kostnaði ef kostnaður er hærri en kr. 100.000.
  • Hámark styrks er kr. 110.000.
  • Styrkurinn er veittur á þriggja ára fresti.

Fylgigögn með umsókn

  • Reikningur með nafni og kennitölu félagsmanns
  • Greiðslukvittun (t.d. skjáskot úr heimabanka)
  • Yfirlit frá sjukra.is

Krabbameinsleit

Styrkur er veittur vegna kostnaðar við krabbameinsleit.

Upphæð styrks

  • Krabbameinsskoðun er greidd að fullu eða allt að kr 33.000 á hverju 12 mánaða tímabili.

Fylgigögn með umsókn

  • Reikningur með nafni og kennitölu félagsmanns
  • Greiðslukvittun (t.d. skjáskot úr heimabanka)
  •  

Hjartavernd og aðrar forvarnir

Upphæð styrks

  • Skoðun vegna forvarna eins og hjá Hjartavernd er greidd að fullu eða allt að kr. 33.000 á hverju 12 mánaða tímabili.

Fylgigögn með umsókn

  • Reikningur með nafni og kennitölu félagsmanns
  • Greiðslukvittun (t.d. skjáskot úr heimabanka)

Lækniskostnaður

Styrkur veittur vegna laseraðgerðar á augum, augnsteinaskipta, dvalar á heilsustofnun og kostnaðarsamra læknisaðgerða. Ekki eru veittir styrkir vegna tannviðgerða og tannlækninga.

Upphæð styrks

  • Greitt er 40% af kostnaði ef kostnaður er hærri en 100.000.
  • Hámark styrks er kr. 110.000.
  • Styrkurinn er veittur á þriggja ára fresti.

Skilyrði

  • Félagsmaður skal hafa verið virkur greiðandi s.l. 12 mánuði.
  • Viðkomandi aðgerð fer fram eftir að hann öðlast greiðsluré

Fylgigögn með umsókn

  • Reikningur með nafni og kennitölu félagsmanns
  • Greiðslukvittun (t.d. skjáskot úr heimabanka)
  • Yfirlit frá sjukra.is

Fæðingastyrkur

Upphæð styrks

  • Fæðingarstyrkur er kr. 154.000 vegna hvers barns. Styrkurinn nær einnig til ættleiðinga.

Skilyrði

  • Styrkirnir eru bundnir greiðslum til sjúkrasjóðs s.l. 12 mánuð

Fylgigögn með umsókn

  • Fæðingarvottorð / Ættleiðingarvottorð

Frjósemismeðferð

Upphæð styrks

  • Greitt er 40% af kostnaði
  • Hámark styrks er kr. 110.000.
  • Styrkurinn er veittur fjórum sinnum.

Skilyrði

  • Styrkirnir eru bundnir greiðslum til sjúkrasjóðs s.l. 12 mánuð

Fylgigögn með umsókn:

  • Reikningur með nafni og kennitölu félagsmanns
  • Greiðslukvittun (t.d. skjáskot úr heimabanka)

Stoðtæki

Styrkur vegna stoðtækja s.s. innleggja í skó, spelkur, hækjur og annarra hjálpartækja sem leiða til þess að viðkomandi geti stundað vinnu sína.

Upphæð styrks

  • Styrkurinn nemur aldrei hærri upphæð en 50% af útlögðum kostnaði.
  • Styrkir þessir eru veittir á þriggja ára fresti.

Fylgigögn með umsókn

  • Reikningur með nafni og kennitölu félagsmanns
  • Greiðslukvittun (t.d. skjáskot úr heimabanka)

Ferðastyrkur v. sjúkrameðferðar

Til að jafna aðstöðu þeirra sem búa á landsbyggðinni tekur sjúkrasjóður þátt í ferðakostnaði þeirra sem þurfa að fara landshluta á milli til aðgerða eða rannsókna að læknisráði.

Skilyrði

  • Sækja verður um styrk til Sjúkratrygginga Íslands og sé honum hafnað er styrkur veittur.

Upphæð styrks

  • Fyrir 40 til 100 km. kr. 5.500.
  • Fyrir 100 til 250 km. kr. 11.000,
  • Fyrir 250 til 400 km. kr. 18.700 .
  • Fyrir 400 km og lengra kr. 30.000.
  • Hámark er greitt fyrir 10 ferðir á ári.

Fylgigögn með umsókn

  • Höfnunarbréf frá TR
  • Reikningur með nafni og kennitölu félagsmanns
  • Greiðslukvittun (t.d. skjáskot úr heimabanka)

Athugið að sækja þarf um alla styrki innan 12 mánaða frá dagsetningu reiknings.