Útilegu- og veiðikort

Byggiðn býður félagsmönnum sínum veiðikortið og útilegukortið til sölu á niðurgreiddu verði.

Veiðikortið er selt til félagsmanna á 5.000 krónur. (fullt verð er 8.900)  Á heimasíðu kortsins www.veidikortid.is má finna allar upplýsingar um hvar hægt er að nota kortið. Þar kemur m.a. fram að kortið veitir aðgang að 36 vatnasvæðum vítt og breitt um landið.  Kortið gildir fyrir einn fullorðin. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd korthafa.

Útilegukortið kostar til félagsmanna kr. 17.300 árið 2023.  Á heimasíðu kortsins, www.utilegukortid.is er að finna allar upplýsingar um þau tjaldsvæði þar sem hægt er að nota kortið, en þau eru 40 í ár og eru í öllum landshlutum.  Kortið veitir tveim fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins í allt að 28 gistinætur á hverju starfsári þess. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði innan gistináttanna 28 en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti. Útilegukortið gildir fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.

Kortin er hægt að nálgast í Miðasölu á orlofshúsasíðu byggiðnar.

Athugið að panta kortin í tíma það tekur 2-3 virkadaga að fá þau send.