Tjaldstæðið Stóra-Hofi

Félagið rekur tjaldsvæði á Stóra-Hof. Góð aðstaða er fyrir félagsmenn að gista þar, veðursæld mikil og gott leiksvæði fyrir börn. Þar er einnig 9 holu frisbí-gólf völlur. Rafmagn er til staðar á stórum hluta tjaldsvæðisins.

Tjaldsvæðið er fyrir félagsmenn Byggiðnar og gesti í fylgd þeirra aðra einingu (tjaldvagn/hjólhýsi).

Búið er að taka í notkun nýtt og glæsilegt þjónustuhús sem hefur gjörbreytt allri aðstöðu á svæðinu fyrir gesti.

Stefnt er á að tjaldvæðið sé opið frá og með Hvítasunnu að vori til loka ágúst. Það er auðvitað háð aðstæðum hverju sinni. Frekari upplýsingar um opnun eru í fréttum á heimasíðunni.

Verðskrá tjaldsvæðis 2023

Greitt er fyrir hverja gistieiningu, Tjald, tjaldvagn, fellihýsi, hjólhýsi eða húsbíll pr. Sólahring:

Svæði A   rafmagn innifalið:

Félagsmaður         kr. 2.400

Utanfélagsmaður   kr. 3.700

Svæði B   án rafmagns

Félagsmaður         kr. 1.750

Utanfélagsmaður   kr. 2.700

 

Umsjónarmaður svæðisins, Eyþór Brynjólfsson, fer um svæðið og innheimtir aðstöðugjaldið. Við viljum beina því til gesta sem ekki þurfa rafmagn að setja sig niður þar sem rafmagnsstaurar eru ekki. Þeir sem tengjast rafmagni, tengist aðeins einn í hvern tengil.