Launagreiðendur – Eyjafjarðarsvæði

Skrifstofa Byggiðnar á Akureyri innheimtir gjöld fyrir þá félagsmenn sem starfa á Eyjafjarðarsvæðinu.

Mælst er til þess að skilagreinar berist félaginu með rafrænum hætti enda fljótlegra, hagkvæmara og stuðlar að nákvæmari skráningu á lífeyrisiðgjöldum.

Sé engin starfsemi um tíma er mikilvægt að launagreiðandi skili inn núllskilagreinum, svo ekki verði farið í ástæðulausar innheimtuaðgerðir.

Skilagreinunum má koma til skila til félagsins með því að senda þær rafrænt, í pósti eða með tölvupósti.

Hér á síðuni má finna skilagrein í Excel formi, upplýsingar um rafræn skil skilagreina og leiðbeiningar við útfyllingu skilagreina.

Skilgreinum skilað á rafrænu formi.
Það er hægt að skrá skilagreinar og senda með rafrænum hætti úr bókhaldskerfi til félagins.  Einnig er hægt að fá senda gíróseðla í heimabankann eftir að skilagreinum hefur verið skilað.  Flest bókhaldskerfi geta sent skilagreinar þarna inn rafrænt.  Hér notar Byggiðn félagsnúmerið F443 en ekki F400 til aðgreiningar frá innheimtu Birtu lífeyrissjóðs.
Byggiðn – Félag byggingamanna
Skipagata 14
600 Akureyri
 
Kt: 660269-1779
Rn: 565-04-250602
Sími: 540-0102
Félagsnúmer: F443
 
 Leiðbeiningar fyrir skilagreinar.
Skilagreinarnar eru settar upp í töflureikni (Excel) sem einfaldar alla uppsetningu og útreikninga á félagsgjöldum frá launagreiðenda til stéttarfélaganna. Í skjalinu eru innbyggðar reikniformúlur sem nota heildarlaunin til að reikna út öll félagsgjöld og skráir í þar til gerða reiti.
Skilagreinarnar eru opnaðar með því að smella á „skilagreinar félagsgjalda….“ hér fyrir ofan.
Útfylling:
Fylla þarf út valda reiti í skjalinu.
• Skrá nafn og heimilisfang launagreiðanda
• Skrá kennitölu launagreiðanda
• Velja tímabil
• Skrá nöfn og kennitölur hvers launþega
• Skrá heildarlaun hvers launþega
Skil
Þegar búið er að skrá inn allar upplýsingar er hægt að prenta skjalið út og koma því til Skrifstofununnar ásamt greiðslu. Einnig er hægt að vista útfyllta skilagreini og senda á netfangið skilagrein@byggidn.is.