Orlofsuppbót

Orlofsuppbót 2024

Orlofsuppbótin, að meðtöldu orlofi, greiðist þann 1.júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu (01. maí.-30. apríl), öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi 1.maí. Orlofsuppbótin er kr. 58.000. Húsasmiðir og pípulagningamenn í ákvæðisvinnu fá greidda orlofsuppbót líkt og aðrir.

Iðnnemar í fullu starfi hjá fyrirtæki á námstíma fá fulla orlofsuppbót.

Fullt starf telst vera 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof.

Fullt starf eru 45 vikur eða meira fyrir utan orlof. Þeir starfsmenn sem unnið hafa skemur skulu fá í orlofsuppbót í hlutfalli miðað við unnar vikur.

Dæmi: Þeir starfsmenn sem unnið hafa 20 vikur utan við orlof (á orlofsárinu 1. maí til 30. apríl) skulu fá í orlofsuppbót kr. 25.778.-  ( 58.000/45*20).

Orlof þeirra sem sagt hefur verið upp störfum

Samkvæmt kjarasamningi og lögum eiga þeir sem sagt er upp störfum að fá öll áunninn orlofslaun greidd við starfslok. Hafi orlofslaunin ekki verið greidd þarf að ganga eftir þeim hjá þeim viðkomandi atvinnurekendum. Hafi atvinnurekandinn orðið gjaldþrota og þar af leiðandi ekki getað greitt orlofslaunin ábyrgist ábyrgðasjóður launa greiðslu þeirra eins og annarra vangreiddra launa.

Orlof í hlutastarfi

Þeim sem eru eða hafa verið í hlutastarfi ávinna sér orlofslaun í samræmi við starfshlutfall, en eiga rétt á óskertu orlofi. Sem dæmi sá sem hefur áunnið sér 28 daga orlofs á rétt á að fara í orlof í 28 daga þó starfshlutfall hans hafi verið skert. Það sem skerðist eru orlofslaunin sem eru greidd sem hlutfallaf launum eins og þau eru hverju sinni.

Orlof atvinnulausra

Atvinnulausir sem skráðir eru hjá Vinnumálastofnun, fá greiddar atvinnuleysisbætur og hafa áunnið sér orlofsdaga á orlofstímabilinu 1. maí  til 30.apríl  gætu þurft að taka orlof. Á vottorði vinnuveitenda er spurt „Var ótekið orlof við starfslok? ef vinnuveitandi merkir í þann reit og skráir jafnframt inn fjölda ótekinna orlofsdaga getur viðkomandi þurft að vera jafn marga daga án bóta á tímabilinu frá 1. maí til 15. september.

Lengd orlofs samkvæmt kjarasamningi

Orlofslaun skal greiða af öllu kaupi að kostnaðarliðum undanskildum.

Laugardagar, sunnudagar og helgidagar teljast ekki orlofsdagar.

Starfsmaður sem öðlast hefur aukinn orlofsrétt vegna starfs hjá sama atvinnurekanda fær hann að nýju hjá nýjum vinnu veitanda eftir þriggja ára starf, enda hafi rétturinn verið sannreyndur við ráðningu.

Námstími iðnnema í fyrirtæki telst til vinnu í starfsgrein eða til vinnu innan sama fyrirtækis.

Veita ber a.m.k. 20 virka daga á tímabilinu 2. maí til 15. september. Orlof umfram það má veita utan þessa tímabils og ákvarðast með minnst eins mánaðar fyrirvara.

Þeir sem samkvæmt ósk atvinnurekanda fá ekki 20 orlofsdaga á sumarorlofstímabili eiga rétt á 25% álagi á það sem vantar á 20 daga.