Launagreiðendur


Fyrir launagreiðendur

Leiðbeiningar um skil á gjöldum til Byggiðnar og aðrar gagnlegar upplýsingar.

• Skila skal skilagrein fyrir hvert launatímabil með sundurliðun iðgjalda á hvern starfsmann.

• Merkið rétt stéttarfélag:

Byggiðn Reykjavík og nágrenni – F440

Byggiðn Eyjafjarðarsvæði – F443

Áður en fyrsta innsending fer fram: staðfestið aðildarfélagsnúmer, sjóði og auðkenni starfsmanna í kerfi.

Greiðsluupplýsingar og fjárhæðir koma úr ykkar skilakerfi samkvæmt kjarasamningum;


Skilagreinar

Launagreiðendum ber að senda skilagreinar fyrir hvern launamánuð með sundurliðun á öllum iðgjöldum fyrir hvern launþega.

Mikilvægt er að launagreiðendur skili iðgjöldum starfsfólks reglulega.

Skil á iðgjöldum

• Iðgjaldatímabil er að hámarki einn mánuður.

• Gjalddagi iðgjalda er 10. dagur næsta mánaðar á eftir iðgjaldamánuði.

• Eindagi er síðasti virki dagur næsta mánaðar á eftir iðgjaldamánuði.

Dæmi: Iðgjöld vegna launa í janúar eru með gjalddaga 10.febrúar og eindaga síðasta virka dag febrúar.


Hvernig reiknast iðgjöld?

Launagreiðendum ber skylda til að greiða félagsgjöld af launum starfsmanna sinna, auk þess ber þeim skylda til að greiða iðgjöld til sjúkra-, orlofs- og fræðslusjóða félagsins. 

Iðgjöldin eru hlutfall af launum starfsmanns og reiknast af heildarlaunum, iðgjald reiknast ekki af ökutækjastyrk, bifreiðahlunnindum eða öðrum útlögðum kostnaði.

• Gjalddagi iðgjalda er 10. dagur næsta mánaðar og eindagi síðasti virki dagur þess mánaðar.

• Félagsgjald er 1,0 % og er dregið af félagsmanni.

Iðgjöld í sjúkrasjóð er 1,0 % og greiðist af launagreiðanda. (S440 = RVK – S443=Eyjafjarðarsveit)

Iðgjöld í orlofssjóð er 0,25 % og greiðist af launagreiðanda. (O440 = RVK – O443=Eyjafjarðarsveit)

• Endurmenntunargjald er 0,5 % og greiðist af launagreiðanda.

Einyrkjar:

Fyrir þá félagsmenn sem eru einyrkjar skal félagsgjald miðast við þeir greiði 1,0 % af reiknuðu endurgjaldi  eins og það er á hverjum tíma hjá viðkomandi.


Innheimtuaðilar fyrir Byggiðn

Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks er atvinnurekanda skylt að halda eftir af launum starfsmanns iðgjaldi hans til viðkomandi stéttarfélags samkvæmt þeim reglum sem kjarasamningar greina. Þannig greiða félagsmenn félagsgjald, en atvinnurekandi heldur því eftir af launum.

Athuga vel að aðildarfélagsnúmer séu rétt og sjóðir séu rétt skráðir áður en sent er rafrænt í fyrsta sinn. Skila þarf inn skilagreinum vegna stéttarfélagsiðgjaldanna til lífeyrissjóðanna.

Mikilvægt: merkja þarf rétt stéttarfélagsnúmeri við hvern launþega.

Reykjavík

Birta lífeyrissjóður innheimtir fyrir þá félagsmenn sem starfa á Reykjavíkursvæðinu. (Reykjavík og nágrenni F440) 

• Skilagreiðnar eru sendar rafrænt í gegnum launagreiðanda vef Birtu Lífeyrissjóð

Birta lífeyrissjóður

• Sundagörðum 2, 104 Reykjavík
• Kennitala: 430269-0389

Sjá nánari upplýsingar á vef Birtu.

Eyjafjörður

Skrifstofa Byggiðnar á Akureyri innheimtir gjöld fyrir þá félagsmenn sem starfa á Eyjafjarðarsvæðinu.

Mælst er til þess að skilagreinar berist félaginu með rafrænum hætti enda fljótlegra, hagkvæmara og stuðlar að nákvæmari skráningu á lífeyrisiðgjöldum.

Sé engin starfsemi um tíma er mikilvægt að launagreiðandi skili inn núllskilagreinum, svo ekki verði farið í ástæðulausar innheimtuaðgerðir.(Akureyri F443)

Skilagreinunum má koma til skila til félagsins með því að senda þær rafrænt, í pósti eða með tölvupósti.

Skilgreinum skilað á rafrænu formi.

Það er hægt að skrá skilagreinar og senda með rafrænum hætti úr bókhaldskerfi til félagins.  Einnig er hægt að fá senda gíróseðla í heimabankann eftir að skilagreinum hefur verið skilað.  Flest bókhaldskerfi geta sent skilagreinar þarna inn rafrænt.  Hér notar Byggiðn félagsnúmerið F443 en ekki F400 til aðgreiningar frá innheimtu Birtu lífeyrissjóðs.

Byggiðn – Félag byggingamanna

Skipagata 14

600 Akureyri

Kt: 660269-1779

Rn: 565-04-250602

Sími: 540-0102

Skilagrein@byggidn.is

Félagsnúmer: F443

Eyðublað fyrir skilagreinar er að finna undir = Skilagreinar BYGGIÐN

 Leiðbeiningar fyrir skilagreinar.

Skilagreinarnar eru settar upp í töflureikni (Excel) sem einfaldar alla uppsetningu og útreikninga á félagsgjöldum frá launagreiðenda til stéttarfélaganna. Í skjalinu eru innbyggðar reikniformúlur sem nota heildarlaunin til að reikna út öll félagsgjöld og skráir í þar til gerða reiti.

Skilagreinarnar eru opnaðar með því að smella á „skilagreinar BYGGIÐN…“ hér fyrir ofan.

Útfylling:

• Fylla þarf út valda reiti í skjalinu.

• Skrá nafn og heimilisfang launagreiðanda

• Skrá kennitölu launagreiðanda

• Velja tímabil

• Skrá nöfn og kennitölur hvers launþega

• Skrá heildarlaun hvers launþega

Skil

Þegar búið er að skrá inn allar upplýsingar er hægt að prenta skjalið út og koma því til Skrifstofununnar ásamt greiðslu. Einnig er hægt að vista útfyllta skilagreini og senda á netfangið skilagrein@byggidn.is.


Heimlisföng, kennitala og sími

Byggiðn – Félag byggingamanna

Stórhöfða 31, 110 Reykjavík, Sími: 547-0300

Skipagötu 14 600 Akureyri, Sími: 547-0302

Kt: 660269-1779


Sjúkra og orlofssjóður

Í 6. gr. laga nr. 55/1980 segir að öllum atvinnurekendum sé skylt að greiða í sjúkrasjóði og orlofssjóði viðkomandi stéttarfélaga, iðgjöld þau sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um hverju sinni og samkvæmt þeim reglum sem kjarasamningar greina.