Launagreiðendur

  • Iðgjaldatímabil er að hámarki einn mánuður.
  • Gjalddagi iðgjalda er 10. dagur næsta mánaðar á eftir iðgjaldamánuði.
  • Eindagi er síðasti virki dagur næsta mánaðar á eftir iðgjaldamánuði.
  • Dæmi: Iðgjöld vegna launa í janúar eru með gjalddaga 10.febrúar og eindaga síðasta virka dag febrúar.

F-númer

  • Reykjavík og nágrenni f440
  • Akureyri f443

Innheimtuaðilar fyrir Byggiðn

  • Birta lífeyrissjóður innheimtir fyrir þá félagsmenn sem starfa á Reykjavíkursvæðinu.
  • Skrifstofa Byggiðnar á Akureyri innheimtir fyrir þá félagsmenn sem starfa á Eyjafjarðarsvæðinu. Nánar hér.

Iðgjöld

Þau gjöld sem launagreiðendur ber að skila til Byggiðnar af starfsmönnum sínum eru:

  • félagsgjöld,
  • endurmenntagjald,
  • iðgjöld í sjúkra- og orlofssjóð.
  • Laungreiðandi greiðir einnig 0,10% gjald í starfsendurhæfingarsjóð sem lífeyrissjóður viðkomandi starfsmanns innheimtir.

Hvernig reiknast iðgjöld?

Iðgjöldin eru hlutfall af launum starfsmanns og reiknast af heildarlaunum, iðgjald reiknast ekki af ökutækjastyrk, bifreiðahlunnindum eða öðrum útlögðum kostnaði.

  • Gjalddagi iðgjalda er 10. dagur næsta mánaðar og eindagi síðasti virki dagur þess mánaðar.
  • Félagsgjald er 1,0 % og er dregið af félagsmanni.
  • Iðgjöld í sjúkrasjóð er 1,0 % og greiðist af launagreiðanda.
  • Iðgjöld í orlofssjóð er 0,25 % og greiðist af launagreiðanda.
  • Endurmenntunargjald er 0,5 % og greiðist af launagreiðanda.

Einyrkjar: Fyrir þá félagsmenn sem eru einyrkjar skal félagsgjald miðast við þeir greiði 1,0 % af reiknuðu endurgjaldi  eins og það er á hverjum tíma hjá viðkomandi.

Heimlisföng, kennitala og sími

Byggiðn – Félag byggingamanna

  • Stórhöfða 31, 110 Reykjavík
  • Skipagötu 14 600 Akureyri

Kt: 660269-1779

Sími: 5 400 100