Dagpeningar

Hverjir eiga rétt á greiðslum úr sjúkrasjóði?

  • Þeir sem greitt 1% hafa iðngjald í a.m.k. 6 mánuði
  • Þeir sem áður voru fullgildir aðilar í sjúkrasjóði annars félags innan ASÍ þangað til greiðslur hófust í sjóðinn.
  • Hafi iðngjöld ekki verið greidd en samt dregin af launum félagsmanns nýtur hann sömu réttinda.
  • Hafi félagsmaður verið virkur sjóðsfélagi s.l. sjö ár áður en viðkomandi fer á eftirlaun eða verður öryrki á hann rétt til styrkja í þrjú ár eftir að greiðslur hætta að berast sjúkrasjóði vegna hans. Greiðslurnar eru háðar því að hann eigi ekki rétt annars staðar.
  • Sé félagsmaður í hlutastarfi fær hann styrk samkæmt því. (Fullt starf er miðað við lágmarkstaxta félagsins hverju sinni)
  • Hjá einyrkjum er fullt starf miðað við reiknað endurgjald eins og RSK ákveður hverju sinni.

Við hvaða aðstæður eru dagpeningar greiddir?

  • Í veikinda- og slysaforföllum greiðast dagpeningar í 120 daga, að loknum greiðslum skv. veikinda- og slysaréttarákvæðum kjarasamninga. Heimilt er að lengja bótatímabil í 180 daga eigi félagsmaður ekki bótarétt í lífeyrissjóði. Hafi félagsmaður verið virkur sjóðsfélagi s.l. 5 ár áður en viðkomandi veiktist má lengja bótatímabil í 240 daga. Einstaklingur sem vinnur á eigin vegum og greiðir til sjóðsins skal þó eiga rétt á greiðslum einum mánuði eftir að hann að hann forfallast frá vinnu vegna veikinda eða slyss.
  • Vegna langveikra og alvarlega fatlaðra barna eru dagpeningar greiddir í 90 daga, að loknum kjarasamningsbundnum greiðslum launagreiðanda. Með langveikum börnum er átt við börn undir 18 ára aldri sem greinast með alvarlegan og/eða langvinnan sjúkdóm og þarfnast sérstakrar umönnunar. Með alvarlega fötluðum börnum er átt við börn undir 18 ára aldri sem greinast með alvarlega greindarskerðingu, geðraskanir eða alvarlega líkamlega hömlun og þarfnast sérstakrar umönnunar.
  • Vegna mjög alvarlegra veikinda maka eru dagpeningar greiddir í 90 daga. Greiðslurnar eru háðar því að viðkomandi hafi orðið fyrir tekjuskerðingu á viðkomandi tímabili.

Hvað eru dagpeningargreiðslur háar?

  • Dagpeningar skulu að viðbættum greiðslum úr slysatryggingu launafólks eða annarri lögbundinni tryggingu, ekki nema lægri fjárhæð en 80% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 12 mánuðum.