Úthlutun orlofshúsa
Sumarorlof 2023
Opnað verður fyrir umsóknir um sumarúthlutun þann 15. mars 2023
Umsóknarfresturinn er til 29. mars. Þeim sem þurfa aðstoð við að sækja um á heimasíðunni er bent á að gera það fyrir kl. 16:00 þann dag. Síminn er 5400100. Þeir sem senda inn skriflegar umsóknir þurfa að gera það í tíma svo umsóknin hafi borist fyrir 29. mars. Allir sem sækja um fá svar bréflega eða í tölvupósti og er greiðslufrestur veittur til 17. apríl. Þeir sem fá synjun geta sótt strax um það sem ekki var úthlutað. Þann 18. apríl verður svo opnað fyrir umsóknir um þær vikur sem ekki var úthlutað og þær sem ekki voru greiddar, þá gildir fyrstur pantar, fyrstur fær.
Í sumar verður boðið upp á 14 sumarhús eða íbúðir. Þá verður í sumar einnig boðið upp á Orlofsávísanir sem greiðslu upp í leigu á ferðavögnum, ferðaávísanir á fjölda gististaða, útilegukortið og veiðikortið, auk fleiri gistikosta sem í boði eru á orlofsvefnum.
Úthlutað er eftir punktakerfi þar sem félagsmenn ávinna sér einn punkt fyrir hvern mánuð sem þeir greiða félagsgjald. Þegar tveir eða fleiri sækja um sama orlofshús fær sá sem hefur fleiri punkta.
Orlofshús og -íbúðir sem standa til boða í sumar:
Orlofseign | Verð 2023 |
Stóra-Hof | 35.000 kr. |
Hátún 3, Stóra-Hofi | 35.000 kr. |
Svignaskarð 11 | 35.000 kr. |
Svignaskarð 25 | 35.000 kr. |
Ölfusborgir | 26.500 kr. |
Vatnsfjörður | 26.500 kr. |
Akureyri | 26.500 kr. |
Skógarmelar 3 | 35.000 kr. |
Skemman | 35.000 kr. |
Kjalarsíða 3. herbergja, Akureyri | 32.000 kr. |
Kjalarsíða 3. herbergja, Akureyri (ath. 2 íbúðir) | 32.000 kr. |
Einarsstaðir | 26.500 kr. |
Brautarholt, Blönduós | 35.000 kr. |
Til að bóka eða skoða orlofshúsin, smellið hér.