Úthlutun orlofshúsa

Sumarorlof 2025

Félagsmenn geta sótt um sumarúthlutun orlofshúsa 2025 á tímabilinu frá 14. mars til 1. apríl. Daginn eftir, þann 2. apríl, fá allir sem sækja um svar við umsókn sinni. Þeir sem fá synjun hafa þá kost á því að sækja um lausar vikur til 14. apríl. Sumartímabilið er að þessu sinni frá 13. júní til 22. ágúst. Þann 14. apríl rennur greiðslufrestur vegna sumarúthlutunar út en daginn eftir verður opnað fyrir umsóknir um þær vikur sem ekki var úthlutað. Þá gildir fyrirkomulagið fyrstur kemur – fyrstur fær.

Félagsmenn eru hvattir til að skila umsóknum sínum um orlofshús tímanlega og hafa fyrr en síðar samband við skrifstofu Byggiðnar ef eitthvað er óskýrt í þeim efnum – eða ef þeir þurfa aðstoð við umsóknina. Sótt er um orlofshús á orlofsvefnum,

Punktakerfi er sem fyrr notað við úthlutun en félagsmaður ávinnur sér einn punkt fyrir hvern mánuð sem hann greiðir félagsgjald. Þegar tveir eða fleiri sækja um orlofshús fær sá sem hefur fleiri punkta húsið. Þann 1. júní verður opnað fyrir bókanir vetrarleigu orlofshúsa, frá 22. ágúst og fram yfir áramót.

Vikuleiga í orlofshúsin þetta árið kostar á bilinu 30.500 – 39.000 krónur en verðið hefur nokkurn veginn fylgt verðlagi undanfarin ár. Stærð húsanna og staðsetning stýrir verðinu, sem er þó afar hófstillt. Athygli er vakin á því að Byggiðn hefur látið útbúa húsbækur í flest orlofshús félagsins. Þar er meðal annars að finna upplýsingar um sögu staðarins, afþreyingu á svæðinu, svo sem golfvelli, sundlaugar og veiði, auk ýmissa annarra hagnýtra upplýsinga. Það er von félagsins að gestir orlofshúsanna muni hafa bæði gagn og gaman af bókunum

 Orlofshús og -íbúðir sem standa til boða í sumar:

OrlofseignVerð 2025
Stóra-Hof39.000 kr.
Hátún 3, Stóra-Hofi39.000 kr.
Svignaskarð 1139.000 kr.
Svignaskarð 2539.000 kr.
Ölfusborgir30.500 kr.
Vatnsfjörður30.500 kr.
Akureyri30.500 kr.
Skógarmelar 339.000 kr.
Skemman39.000 kr.
Hulduland 1, Akureyri39.000 kr.
Furulundur 10, Akureyri30.500 kr.
Einarsstaðir30.500 kr.
Brautarholt, Blönduós39.000 kr.