Sveinsprófsstyrkur
Byggiðn – Félag byggingamanna veitir félagsmönnum sínum styrk til að mæta kostnaði við töku sveinsprófs. Styrkurinn er veittur þegar sveinsprófstaki stenst prófið og nemur kr. 80.000.
Með þessu móti vill stjórnin einnig hvetja nema til að ljúka námi með því að létta á þeim kostnaði sem hlýst af töku sveinsprófs.
Skilyrði fyrir styrkveitingunni er að viðkomandi félagsmaður hafi verið greiðandi til Byggiðnar síðustu sex mánuði fyrir próftöku. Til að sækja um styrkinn þarf að fylla út umsókn í fræðslusjóð.