Saga Byggiðnar – félags byggingamanna

Þann 14. desember 2008 sameinuðust Trésmiðafélag Reykjavíkur og Félag byggingamanna Eyjafirði undir nafninu Fagfélagið og starfaði undir því nafni í um 3 ár. Á aðalfundi félagsins 28. mars 2012 var samþykkt að breyta nafni félagsins í Byggiðn – félag byggingamanna.  Félagið hefur haft aðsetur í Húsi fagfélaganna, sem opnað var formlega 25. nóvember 2020, og vinnur þar náið með öðrum stéttarfélögum iðnaðarmanna. Auk þess heldur félagið úti skrifstofu á Akureyri.

Þrátt fyrir ungan aldur, má halda því fram að saga félagsins spanni á annað hundrað ára, því saga þess er í rauninni beint og óraskað framhald á starfi og sögu forveranna. Saga Byggiðnar – Félagsbyggingamanna hefst því ekki árið 2012, heldur undir lok 19. aldar, eins og lesa má í söguágripi forveranna.

Trésmiðafélag Reykjavíkur – söguágrip

Félag byggingamanna í Eyjafirði – söguágrip