Fréttir
Fjórar útfærslur vinnutímastyttingar

Fjórar útfærslur vinnutímastyttingar

Eins og Byggiðn greindi frá á dögunum verður virkur vinnutími iðn- og tæknifólks í dagvinnu 36 virkar vinnustundir á viku frá og með 1. febrúar 2024.

Samið var um einn samræmdan vinnutíma í kjarasamningum iðn- og tæknifólks í kjarasamningunum 2022. Breytingarnar hafa áhrif á þá sem starfa skv. kjarasamningum SA við Samiðn, RSÍ, VM, MATVÍS, Félag hársnyrtisveina og Grafíu.

Hér fyrir neðan eru fjögur reiknidæmi um útfærslu styttingarinnar. Samiðn tók þetta saman.  Hér er svo Excel-skjal sem hægt er að sækja og færa inn eigin forsendur.

Athugið að myndirnar opnast í betri upplausn ef smellt er á þær.