Fréttir
Umsóknir um sumarúthlutun 2024

Umsóknir um sumarúthlutun 2024

Opnað verður fyrir umsóknir um sumarúthlutun orlofshúsa föstudaginn 15. mars kl. 09:00. Þá er hægt að sækja um hús tímabilið 14. júní til 23. ágúst. Lokadagur umsókna í sumarúthlutun er 2. apríl.

Daginn eftir, þann 3. apríl, fer úthlutun fram og umsækjendur fá allir svar í tölvupósti. Þeir sem fá ekki hús eiga kost á því að sækja um lausar vikur til 15. apríl.

15. apríl rennur greiðslufrestur vegna sumarúthlutunar út en daginn eftir verður opnað fyrir umsóknir um þær vikur sem ekki gengu út.

Sótt er um úthlutun á orlofsvefnum.