Fréttir
Tólf mánaða verðbólga lækkar í apríl

Tólf mánaða verðbólga lækkar í apríl

Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6% og lækkar því um 0,8% milli mánaða. Verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í janúar 2022.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 3,9% sl. 12 mánuði.

Frá og með júní nk. mun Hagstofa Íslands beita endurskoðaðri aðferð við að reikna kostnað vegna búsetu í eigin húsnæði þar sem tekin verður upp aðferð húsaleiguígilda, í stað aðferð einfalds notendakostnaðar við útreikning liðarins í vísitölu neysluverðs. Þannig megi koma í veg fyrir frávik sem rekja megi til þróunar á fjármálamarkaði, t.d. vaxtabreytingar, sem hafi veruleg áhrif á mælingu á reiknaðri húsaleigu samkvæmt núverandi aðferð.