Fréttir
Sumarferð eldri félaga Byggiðnar

Sumarferð eldri félaga Byggiðnar

Sumarferð eldri félaga Byggiðnar verður farin miðvikudaginn 3. júlí nk.

Lagt verður af stað frá bílaplani Árbæjarsafns kl. 8.30.

Að þessu sinni verður farið í Borgarfjörð og stoppað m.a. á Kleppjárnsreykjum þar sem Ingibjörg Daníelsdóttir fararstjóri slæst í hópinn. Þaðan verður ekið í Húsafell og svæðið skoðað undir leiðsögn Ingibjargar Kristleifsdóttur, Páll Guðmundsson listamaður heimsóttur og snæddur hádegisverður.

Eftir hádegið verður ekið niður Hvítársíðu þar sem Ingibjörg Daníelsdóttir fer yfir sögu og merka staði á svæðinu.

Skráning í ferðina er hafin og lýkur miðvikudaginn 26. júní.

Skráning fer fram á byggidn@byggidn.is eða í afgreiðslu fagfélaganna í síma 5 400 100.

Athugið að takmarkaður fjöldi sæta er í boði. Verð á einstakling er kr. 7.000.

Greiðsluseðill verður sendur í heimabanka og einnig verður hægt að ganga frá greiðslu í móttöku fagfélaganna á Stórhöfða 29—31.

Öldunganefnd Byggiðnar