Fréttir
Orlofseignir í Ölfusborgum teknar frá

Orlofseignir í Ölfusborgum teknar frá

Kæru félagsmenn.

Átakanlegt er að fylgjast með fregnum af yfirstandandi náttúruhamförum í Grindavík. Ljóst er að óvissan sem fylgir því að yfirgefa heimili sín við þessar aðstæður er öllum íbúum og ástvinum þeirra þungbær.

Byggiðn hefur undanfarna daga unnið að því að taka frá orlofshús félagsins í Ölfusborgum, til að hýsa fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín. Við viljum færa því félagsfólki sem gefið hefur eftir bókanir sínar bestu þakkir fyrir umburðarlyndi og auðsýndan hlýhug í garð Grindvíkinga.

Óljóst er hversu lengi neyðarstig almannavarna verður í gildi í Grindavík og hvert framhaldið verður. Svo gæti farið að rýma þurfi fleiri orlofseignir, á einhverjum tímapunkti, ef þörf krefur. Við biðlum til félagsfólks að taka vel í slíkar umleitanir, hér eftir sem hingað til.

Jón Bjarni Jónsson, formaður Byggiðnar – félags byggingamanna.