Tilkynningar
Listi yfir iðnsveina í byggingagreinum birtur á síðunni

Listi yfir iðnsveina í byggingagreinum birtur á síðunni

Byggiðn hefur hér á síðunni birt lista yfir þá iðnsveina sem hafa réttindi í byggingagreinum. Þar er hægt að fletta upp iðnaðarmönnum eftir nafni, fæðingardegi eða iðngrein. Einnig er hægt að sjá hvenær réttindanna var aflað. Listinn getur til dæmis hjálpað verkkaupum að ganga úr skugga um að einstaklingur hafi þau réttindi sem hann gefur sig út fyrir að hafa.

Ágæti félagsmaður, ef svo vill til að nafn þitt birtist ekki á listanum þrátt fyrir að þú hafir réttindi eða ef upplýsingar um þig þarfnast uppfærslu, ekki hika við að hafa samband við byggidn@byggidn.is. Ef þú vilt láta bæta þér við listann eða ef uppfæra þarf upplýsingar, þá þarf viðeigandi staðfesting að fylgja; svo sem sveinsbréf eða meistarabréf.