Leitað að starfsmanni til að sinna vinnustaðaeftirliti
Fagfélögin og Efling leita að öflugum einstaklingi til að sinna vinnustaðaeftirliti og fylgjast með að aðstæður á vinnustöðum séu í samræmi við lög og reglur. Markmið starfsins er að koma í veg fyrir brotastarfsemi á félagssvæðum stéttarfélaganna.
Á meðal helstu verkefna eru vinnustaðaheimsóknir á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, samskipti við þá aðila sem fara með málefni vinnumarkaðarins, skráning og eftirfylgni. Gerð er krafa um þekkingu á íslenskum vinnumarkaði, góða tungumálakunnáttu og hæfni í mannlegum samskiptum, svo eitthvað sé nefnt.
Nánari upplýsingar má sjá á meðfylgjandi mynd en um er að ræða 100% starf. Starfsstöð er á Stórhöfða 29-31 í Reykjavík.
Um starfið er sótt í gegn um Alfreð.is.