Fréttir
Könnun vegna áforma um fjölgun orlofshúsa

Könnun vegna áforma um fjölgun orlofshúsa

Kæri félagsmaður. Á nýliðnum aðalfundi Bygginðar 2024 fékk stjórn heimild til að kanna möguleika er varðar fjölgun orlofshúsa.

Við biðjum þig að svara stuttri könnun, svo félagið geti fengið upplýsingar um hvernig best megi bæta framboðið eða þjónustuna.

Könnunin verður opin á mínum síðum í viku. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt.

Þrjú nöfn úr hópi þátttakenda verða dregin út þegar könnuninni lýkur. Þeir munu vinna helgardvöl að eigin vali í einu af orlofshúsum félagsins, utan sumartímabils.