Fréttir
Kjarasamningur við SA samþykktur

Kjarasamningur við SA samþykktur

Félagsmenn Byggiðnar hafa samþykkt í atkvæðagreiðslu nýjan kjarasamning Samiðnar við Samtök atvinnulífsins með miklum meirihluta atkvæða. Rétt tæplega 80% þátttakenda samþykktu samninginn.

Atkvæðagreiðslan stóð yfir frá 12.-19. mars 2024. Samningurinn gildir til fjögurra ára og tekur gildi frá 1. febrúar síðastliðnum.