Fréttir
Jónsmessuhátíð 21.-23. júní

Jónsmessuhátíð 21.-23. júní

Hin árlega Jónsmessuhátíð félagsins verður haldin helgina 21.– 23. júní á jörðinni Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi. Dagskrá verður allan laugardaginn fyrir fjölskylduna. Í boði verður meðal annars barnasmiðja, frisbígolf, bingóganga, brekkusöngur og dansleikur.

Við leggjum áherslu á fjölskylduvæna skemmtun og útilegu þar sem allir geta tekið þátt.

Næg tjaldstæði eru á Stóra-Hofi og frábær aðstaða til útilegu; nýtt þjónustuhús og gott samkomuhús. Stóra-Hof er staðsett skammt frá Árnesi í Þjórsárdal, í um 100 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!