Fréttir
Jafnvægi og lífsfylling á fundi eldri félaga 2. maí

Jafnvægi og lífsfylling á fundi eldri félaga 2. maí

Fundur eldri félagsmanna í Byggiðn verur haldinn fimmtudaginn 2. maí næstkomandi, klukkan 14:00. Að þessu sinni verður Stefán Jökulsson með fyrirlestur sem ber yfirskriftina Andlegt líf eldri borgara.

Stefán mun fjalla um niðurstöður meistaraverkefnis sem hann gerði um málefnið en hann lauk námi við Háskólann á Akureyri í fyrra. Hann mun fara yfir hvernig hann komist að þeirri niðurstöðu 1) að líta megi á andlegt líf sem þá deiglu þar sem hver og einn finni jafnvægi sitt, og 2) að lífsfylling tengist essinu okkar, því fólki eða fyrirbærum sem eigi sér hljómgrunn í okkur sjálfum

Stefán rökstyður hvers vegna hann telji það vandkvæðum bundið að lýsa andlegu lífi sem sjálfstæðu fyrirbæri. Einnig varpar hann fram þeirri spurningu hvort mikilvægi andlegs lífs og trúar kunni að vera ofmetið hjá þeim sem tengjast þessu tvennu á einhvern máta.