Fréttir
Iðan vill ráða framkvæmdastjóra

Iðan vill ráða framkvæmdastjóra

Iðan fræðslusetur auglýsir eftir framkvæmdastjóra sem ber ábyrgð á daglegum rekstri félagsins. „Leitað er að framsýnum einstaklingi sem hefur faglegan metnað, frumkvæði, forystuhæfileika, þekkingu á nýsköpun og framúrskarandi samskiptahæfni til að leiða 30 manna hóp starfsmanna. Framkvæmdastjóri sinnir daglegum rekstri Iðunnar og vinnur að framkvæmd stefnu félagsins,“ að því er segir í auglýsingunni.

Helstu viðfangsefni og ábyrgð

  • Leiða sjálfbærnivegferð félagsins
  • Ýta undir nýsköpun og leita að vaxtartækifærum
  • Byggja upp sterkt tengslanet í iðngreinum
  • Styðja við stjórnendur og annað starfsfólk og virkja þekkingu þeirra og innsæi
  • Byggja upp teymisumhverfi
  • Virk samskipti við ytri hagaðila eins og aðildarfélög, starfsfólk í iðngreinum, stjórnvöld í menntamálum, erlenda samstarfsaðila og fjölmiðla

Nánari upplýsingar um starfið má sjá hér.