
Hátíðardagskráin 1. maí
Baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, verður haldinn hátíðlegur á morgun, miðvikudag.
Slagorð dagsins að þessu sinni er Sterk hreyfing – sterkt samfélag en óhætt er að hvetja félagsfólk um allt land er hvatt til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Við minnum á að Fagfélögin bjóða í kaffi og veitingar að kröfugöngu lokinni, á Stórhöfða 31. Gengið er inn Grafarvogsmegin.
Dagskráin í Reykjavík:
13:00 Safnast saman á Skólavörðuholti
13:30 Kröfugangan hefst og fer niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spila á Skólavörðuholti og síðan í göngunni niður á Ingólfstorg.
14:00 Útifundur hefst.
- Fundarstjóri er Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar.
- Ræðu flytja einnig Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Þórainn Eyfjörð, formaður Sameykis.
- Bríet og Úlfur Úlfur munu taka lagið og í lok fundarins syngur fundarfólk og tónlistarfólk.
Dagskráin á Akureyri
Kröfuganga
13:45 – Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið
14:00 – Lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar
Hátíðardagskrá í Hofi að lokinni kröfugöngu
- Ávarp 1. maí nefndar stéttarfélaganna
- Hátíðarræða, Finnbjörn A. Hermannsson – forseti ASÍ
- Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir atriði úr söngleiknum um Gosa
- Ívar Helgason tekur lagið