Fréttir
Fjölmenni í árlegu kaffiboði

Fjölmenni í árlegu kaffiboði

Óhætt er að segja að gleðin hafi verið við völd í árlegu kaffisamsæti Byggiðnar fyrir þá félagsmenn sem komnir eru á lífeyrisaldur. Boðið var haldið sunnudaginn 18. febrúar en hefð er fyrir því að félagið bjóði þessum hópi til kaffisamsætis einu sinni á ári.

Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér var margt um manninn og kátt á hjalla. Byggiðn færir þeim sem mættu á sunnudag bestu þakkir fyrir ánægjulega samverustund.