Fréttir
Ferð eldri félaga

Ferð eldri félaga

Ágæti félagi.

Sumarferð eldri félaga Byggiðnar verður farin miðvikudaginn 5. júlí nk. Lagt verður af stað frá bílaplani Árbæjarsafns kl. 8:30.

Farið verður um Suðurland og stoppað m.a í Sólheimum, Skálholti og á Stóra-Hofi, þar sem snæddur
verður hádegisverður. Einnig verða skoðaðar og kynntar ýmsar náttúruperlur sem eru á leiðinni.

Skráning í ferðina er hafin og lýkur miðvikudaginn 28. júní. Skráning fer fram í afgreiðslu
fagfélaganna í síma 5 400 100 og á byggidn@byggidn.is.

Athugið að takmarkaður fjöldi sæta er í boði. Verð á einstakling er kr. 7.500.
Greiðsluseðill verður sendur í heimabanka og einnig verður hægt að ganga frá greiðslu í móttöku
fagfélaganna á Stórhöfða 29—31.

Öldunganefndin.