Félagsgjöld

Sjúkra- og orlofssjóður

Þau gjöld sem launagreiðendur ber að skila til Byggiðnar af starfsmönnum sínum eru félagsgjöld, endurmenntagjald, og iðgjöld í sjúkra- og orlofssjóð.

Laungreiðandi greiðir einnig 0,10% gjald í starfsendurhæfingarsjóð sem lífeyrissjóður viðkomandi starfsmanns innheimtir.

Iðgjöldin eru hlutfall af launum starfsmanns og reiknast af heildarlaunum, iðgjald reiknast ekki af ökutækjastyrk, bifreiðahlunnindum eða öðrum útlögðum kostnaði.

Gjalddagi iðgjalda er 10. dagur næsta mánaðar og eindagi síðasti virki dagur þess mánaðar.

Félagsgjald er 1,0 % og er dregið af félagsmanni.

Iðgjöld í sjúkrasjóð er 1,0 % og greiðist af launagreiðanda.

Iðgjöld í orlofssjóð er 0,25 % og greiðist af launagreiðanda.

Endurmenntunargjald er 0,5 % og greiðist af launagreiðanda.

Fyrir þá félagsmenn sem eru einyrkjar skal félagsgjald miðast við þeir greiði 1,0 % af reiknuðu endurgjaldi  eins og það er á hverjum tíma hjá viðkomandi.