Fréttir
Fékkst þú rétta launahækkun?

Fékkst þú rétta launahækkun?

Launahækkanir sem samið var um í kjarasamningum á dögunum, samningum sem samþykktir voru í atkvæðagreiðslu sem lauk 19. mars síðastliðinn, komu til framkvæmda um nýliðin mánaðamót. Umsamin launahækkun nemur 3,25% en lágmarkshækkun er 23.750 kr. Athugið að hækkun á lægstu töxtum nemur 5,4%.

Launafólk er hvatt til að bera saman launaseðla og fullvissa sig um að laun þeirra hafi hækkað. 

Athugið sérstaklega að hækkunin er afturvirk frá 1. febrúar 2024. Fyrir vikið áttu launagreiðendur einnig að greiða launahækkun febrúarmánaðar núna um mánaðamótin mars/apríl.

Hafið samband við kjaradeild Fagfélaganna ef þið þurfið aðstoð vegna þessa. Síminn er 5400100.