Fréttir
Desemberuppbót 2023

Desemberuppbót 2023

Byggiðn minnir á að desemberuppbót 2023 á almennum markaði, sem og ríkinu, er 103.000 krónur. Athugið að uppbótin er breytileg eftir kjarasamningum. Þannig fær starfsfólk Reykjavíkurborgar 115.000 krónur en starfsfólk annarra sveitarfélaga fá 130.900 krónur.

Desemberuppbót skal greiða út eigi síðar en 15. desember, miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Allir starfsmenn sem hafa unnið samfellt hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu vikuna í desember.

Starfsmenn sem eru í starfi fyrstu vikuna í desember ár hvert eiga ávallt rétt á uppbót, hlutfallslegri miðað við starfstíma og/eða starfshlutfall á almanaksárinu, 1. janúar – 31. desember.

Réttur til fullrar desemberuppbótar miðast við að starfsmaður hafi unnið 45 vikur eða meira á almanaksárinu, 1. janúar – 31. desember, fyrir utan orlof.