Fréttir
Byggiðn leitar að mælingamanni

Byggiðn leitar að mælingamanni

Starfsmaður við uppmælingakerfi húsasmiða

Byggiðn- Félag byggingamanna óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf mælingamanns.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Samskipti við ábyrgðaraðila á verkstað
  • Magntaka á verkum húsasmiða og umsjón á útreikningum ákvæðisvinnu
  • Önnur tilfallandi verkefni á skrifstofu félagsins

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Sveinspróf í húsasmíði
  • Góð alhliða tölvukunnátta
  • Góðir samskiptahæfileikar
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Reynsla af vinnu í uppmælingakerfi kostur

Umsóknarfrestur er til og með 4. september nk. og skulu umsóknir berast á netfangið jbj@byggidn.is eða á skrifstofu félagsins á Stórhöfða 31, 110 Reykjavík.  

Miðað er við að viðkomandi hefji störf 1. nóvember nk.

Öllum umsóknum verður svarað.

Nánari uppýsingar um starfið veitir formaður Byggiðnar, Jón Bjarni Jónsson í síma 855-0707.