Fréttir
Árlegt kaffisamsæti eldri félagsmanna – breytt tímasetning

Árlegt kaffisamsæti eldri félagsmanna – breytt tímasetning

Árlegt kaffisamsæti eldri félagsmanna Byggiðnar (67 ára og eldri) verður haldið sunnudaginn 18. febrúar klukkan 14:00. Athugið að upphaflega stóð til að halda boðið 11. febrúar.

Viðburðurinn fer fram í fundarsal Húss fagfélaganna á Stórhöfða 29-31. Gengið er inn Grafarvogsmegin.

Athugið að makar félagsmanna eru boðnir velkomnir, eins og hefð er fyrir. Sama gildir um eftirlifandi maka þeirra sem fallnir eru frá.