Fréttir
Aðeins Rússland og Úkraína með hærri vexti húsnæðislána

Aðeins Rússland og Úkraína með hærri vexti húsnæðislána

Vextir húsnæðislána í Evrópu eru hvergi hærri en á Íslandi, ef Úkraína og Rússland eru undanskilin. Ísland er því með þriðju hæstu nafnvexti húsnæðislána í álfunni. Þetta kemur fram í grein Stefáns Ólafssonar sem er prófessor emeritus við HÍ og sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi. Greinin birtist á vef Heimildarinnar.

„Bæði nafnvextir og raunvextir húsnæðislána hafa lengst af verið óvenju háir hér. Það er raunar að mestu óháð því hvort verðbólgan er há eða lág. Ísland er paradís fyrir banka því þetta tryggir þeim mikinn hagnað í venjulegu árferði. Almenningur er hins vegar mergsoginn að staðaldri.“

Kjaraviðræður standa nú sem hæst í Karphúsinu. Nálgunin í kjaraviðræðunum er að ná niður verðbólgu og vöxtum, enda er þar eftir miklu að slægjast, jafnt fyrir heimili í landinu sem og fyrirtæki.

Stefán bendir á að á eftir Íslandi á listnum séu lönd á borð við Ungverjaland, Rúmeníu, Pólland og Serbíu – séu eru almennt ekki lönd sem Íslendingar beri sig saman við. „Hin Norðurlöndin eru langt fyrir neðan okkur, með á bilinu 3% til 4,7% á móti 10,6% hér. Þetta skapar gríðarlegan kjaramun milli okkar og hinna Norðurlandanna.“