Fréttir

23 húsasmiðir fengu sveinsbréf á Akureyri

23 húsasmiðir fengu sveinsbréf á Akureyri

Fríður hópur nýsveina tók á móti sveinsbréfum sínum við hátíðlega athöfn í Hofi á Akureyri þann 11. apríl síðastliðinn. Alls útskrifuðust 41 nýsveinar úr sjö iðngreinum, þar af voru 23 húsasmiðir. Tekið skal fram að veður spillti færð þennan dag, svo færri komust á athöfnina en til stóð.

Byggðin óskar þessum nýsveinum til hamingju með réttindin sín.

Útskriftarnemar:

  • Framreiðsla – 3 nýsveinar
  • Matreiðsla – 2 nýsveinar
  • Málaraiðn -1 nýsveinn
  • Húsasmíði – 23 nýsveinar
  • Bifvélavirkjun – 4 nýsveinar
  • Vélvirkjun – 5 nýsveinar
  • Hársnyrtiiðn – 3 nýsveinar