Fréttir
Vilt þú taka þátt í að móta stefnu Byggiðnar?

Vilt þú taka þátt í að móta stefnu Byggiðnar?

Aðalfundur Byggiðnar er framundan og vinnur uppstillingarnefnd að því þessa dagana að gera tillögur um fólk í trúnaðarstörf fyrir félagið.

Sem dæmi vantar gott fólk í trúnaðarráð, en hlutverk þess er að móta stefnu félagsins í mikilsverðum málum.

Byggiðn hvetur alla félagsmenn sem hafa áhuga á að starfa í þágu félagsins til að láta vita af sér sem fyrst. Hægt er að hafa samband við skrifstofu félagsins með því t.d. að senda póst á byggidn@byggidn.is. Uppstillingarnefnd hefur svo í framhaldinu samband við viðkomandi.