Þjónustu- og kjarakönnun í loftið
Byggiðn hefur í dag sett í loftið könnun þar sem spurt er um kjör félagsmanna og viðhorf til þeirrar þjónustu sem Byggiðn veitir. Í könnuninni er einnig spurt um upplifun félagsmanna af vinnumarkaði, svo sem til réttindalauss starfsfólks í byggingagreinum. Það er félaginu mjög mikilvægt að þátttaka í þessari könnun verði góð, svo byggja megi á niðurstöðunum. Könnunin er á mínum síðum og er nafnlaus.
Félagsmenn eru hvattir til að svara.
