Fréttir
Skráning á umhverfisþing

Skráning á umhverfisþing

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra boðar til umhverfisþings í Kaldalóni í Hörpu þann 5. nóvember næstkomandi. Þingið er frá klukkan 13 til 16.

Skráning á þingið er í fullum gangi en umfjöllunarefni þess eru náttúruvernd, loftslagsmál og aðlögun að loftslagsbreytingum.

Þingið er opið öllum á meðan húsrúm leyfir en skrá þarf þátttöku í staðfundi fyrirfram. Einnig verður hægt að fylgjast með þinginu í opnu streymi.