Greinar
Skert þjónusta 24. október – Samstaða með Kvennaári 2025

Skert þjónusta 24. október – Samstaða með Kvennaári 2025

Byggiðn tekur þátt í að sýna samstöðu með konum og kvárum í tilefni kvennaverkfallsins, Kvennaár 2025, sem haldið verður föstudaginn 24. október. Vegna þessa verður skert þjónusta á skrifstofu Byggiðnar þann dag. 

Byggiðn vill með þessu sýna samstöðu í orði og á borði og hvetur bæði félagsfólk og atvinnurekendur til að standa með konum og kvárum í jafnréttisbaráttunni.

Við hvetjum félagsfólk Byggiðnar til að taka þátt í dagskránni sem hefst kl. 13:30 og atvinnurekendur til að styðja þátttöku án skerðingar launa.

Nánari upplýsingar um kvennaverkfallið Kvennaár 2025 og dagskrána má finna á heimasíðu verkefnisins.

Byggiðn stendur með konum og kvárum – í samstöðu fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og í samfélaginu öllu.