Fréttir
Laus störf hjá Byggiðn

Laus störf hjá Byggiðn

Byggiðn auglýsir tvö störf laus til umsóknar á skrifstofu félagsins. Annað starfið er í Reykjavík en hitt á Akureyri. Byggiðn er stéttarfélag iðnaðarmanna í byggingariðnaði sem hefur það meginmarkmið að gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna sinna. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi störf.

Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar nk. og skulu umsóknir berast í gegnum www.alfred.is Öllum umsóknum verður svarað.

Nánari upplýsingar um starfið veitir formaður Byggiðnar, Jón Bjarni Jónsson. jbj@byggidn.is

Auglýsingarnar má sjá hér að neðan.


Starfsmaður á skrifstofu Byggiðnar á Akureyri

Byggiðn- félag byggingamanna auglýsir eftir starfsmanni í 100% starf á skrifstofu félagsins á Akureyri.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Samskipti og þjónusta við félagsmenn
  • Upplýsingamiðlun og aðstoð vegna réttinda-, mennta- og kjaramála.
  • Heimsóknir í fyrirtæki og skóla; kynningar- og fræðslumál 
  • Vinnustaðaeftirlit
  • Samskipti við trúnaðarmenn
  • Umsjón með orlofshúsnæðiog búnaði

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Iðnmenntun í byggingagreinum
  • Þekking á kjarasamningum og vinnurétti kostur
  • Góðir samskiptahæfileikar
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Góð almenn tölvukunnátta

Starfsmaður við uppmælingakerfi húsasmiða

Byggiðn- félag byggingamanna auglýsir eftir starfsmanni í 100% starf á skrifstofu félagsins í Reykjavík.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Samskipti við ábyrgðaraðila á verkstað
  • Magntaka á verkum húsasmiða og umsjón á útreikningum ákvæðisvinnu
  • Önnur tilfallandi verkefni á skrifstofu félagsins

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Sveinspróf í húsasmíði
  • Góð alhliða tölvukunnátta
  • Góðir samskiptahæfileikar
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Reynsla af uppmælingakerfi kostur

Á meðfylgjandi mynd er stjórnarfólk í Byggiðn