
Launahækkun og breyting á yfirvinnu
Laun samkvæmt samningum Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins hækkuðu um 3,5% þann 1. janúar síðastliðinn. Lágmarkshækkun er 23.750 krónur. Félagsfólk sem er á eftirágreiddum launum ætti að sjá þessar launahækkanir á næsta launaseðli.
Á sama tíma voru gerðar breytingar á yfirvinnu 1 og 2. Yfirvinna 2 greiðist hér eftir fyrir virkan vinnutíma umfram 39,5 klst. á viku að meðaltali á launatímabili/mánuði (171,17 klst. miðað við meðalmánuð).
Athugið að virkur vinnutími er 36 klst. á viku og deilitala dagvinnutímakaups er 156 klst.
- Yfirvinna 1 greiðist með tímakaupi sem samsvarar 1% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.
- Yfirvinna 2 greiðist með tímakaupi sem samsvarar 1,15% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.