Greinar
Blíðuspá fyrir Jónsmessuhátíð um helgina – dagskrá

Blíðuspá fyrir Jónsmessuhátíð um helgina – dagskrá

Byggiðn minnir á að Jónsmessuhátíðin verður haldin á jörðinni Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi um komandi helgi, 27.-29. júní. Þar verður dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Frábær aðstaða er fyrir fjölskyldufólk á svæðinu; vel búið tjaldsvæði, nýlegt þjónustuhús og gott samkomuhús. Á meðal dagskrárliða verður barnasmiðja, frisbígolf, bingóganga, brekkusöngur og dansleikur. Við minnum einnig á línudans með Andrési í Skemmunni á föstudagskvöldið!

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd eru hlýindi í kortunum um helgina!

Dagskrá:

  • Línudans með Andrési í Skemmunni á föstudagskvöldinu kl. 20.30
  • Barnasmiðja á laugardeginum kl. 10-12
  • Kaffi í kjölfar bingógöngu á laugardeginum kl. 14.30 -15.00
  • Brekkusöngur á laugardagskvöldinu kl. 20.00
  • Dansleikur á laugardagskvöldinu að loknum brekkusöng