Fréttir
Hittingur eldri félaga 9. janúar

Hittingur eldri félaga 9. janúar

Boðað er til kaffisamsætis eldra félagsfólks í Byggiðn 9. janúar næstkomandi. Hittingurinn hefst klukkan 14:00 og fer fram á jarðhæð á Stórhöfða 31. Gengið er inn í húsið Grafarvogsmegin. Allir þeir félagar sem náð hafa lífeyrisaldri eru velkomnir.

Fyrirlesari að þessu sinni verður Jón G. Friðjónsson, prófessor í íslenskum fræðum.