Greinar
Eldri félagar heimsóttu Alþingi

Eldri félagar heimsóttu Alþingi

Ríflega 20 meðlimir úr röðum eldri félagsmanna heimsóttu Alþingi á dögunum og fengu leiðsögn um húsakynni stofnunarinnar.

Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér var heimsóknin bæði skemmtileg og forvitnileg enda var vel tekið á móti hópnum.

Byggiðn býður eldri félögum til kaffiboðs í hverjum mánuði yfir vetrartímann en þar koma reglubundið fyrirlesarar sem flytja forvitnileg erindi. Þar spretta reglulega upp hugmyndir sem hægt er að framkvæma en heimsóknin á Alþingi var dæmi um slíkan viðburð.

Byggiðn þakkar hópnum fyrir skemmtilega samverustund í miðbænum.

IMG_9895

Image 1 of 10