Greinar
Gleði og einbeiting á pílukvöldi Félags fagkvenna og Byggiðnar

Gleði og einbeiting á pílukvöldi Félags fagkvenna og Byggiðnar

Góð mæting var á pílukvöld Félags fagkvenna sem haldið var í samstarfi við Byggiðn um helgina. Þátttakendur voru um 20 talsins en Byggiðn veitt þeim sem hlutskarpastar urðu veglega vinninga.

Fyrst og fremst var um ánægjulega samverustund að ræða tilgangurinn var að leiða saman konur og kvár í ólíkum karllægum störfum eða iðngreinum og efla tengslanet þeirra.

Félag fagkvenna er opið fyrir þau sem starfa í karllægu starfi, eru með sveinspróf, á námssamningi eða í námi sem telst vera í karllægri iðngrein.

Hér fyrir neðan eru myndir frá kvöldinu. Eins og sjá má á myndunum skein hvoru tveggja einbeiting og gleði úr andlitum þátttakenda. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.

pilumot_felagfagkvenna_byggidn-6

Image 1 of 41