Greinar
Tjaldsvæðið á Stóra-Hofi sannkölluð fjölskylduparadís

Tjaldsvæðið á Stóra-Hofi sannkölluð fjölskylduparadís

Tjaldsvæði Byggiðnar á Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi skartar sínu fegursta um þessar mundir. Þar var nýtt þjónustuhús tekið í notkun fyrir örfáum árum, frisbígolfvöllur, leiktæki fyrir börn og fallegar gönguleiðir um nágrennið. Nægt rafmagn og heilt yfir góð aðstaða. Óhætt er að fullyrða að um fjölskylduparadís sé að ræða.

Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér þetta frábæra svæði en samkvæmt umsjónarmanni svæðsins er útlit fyrir nægt pláss næstu daga. Í þessu samhengi má benda á að næstu daga verður hitinn í uppsveitum Suðurlands á bilinu 13-16 gráður, samkvæmt veðurspá.

Jónsmessuhátíðin var haldin með pompi og prakt um liðna helgi. Þar var tjaldsvæðið vel nýtt og öll aðstaðan á Stóra-Hofi.

Meðfylgjandi eru myndir frá hátíðinni. Byggiðn færir félagsmönnum sínar bestu þakkir fyrir samveruna.

Hér má sjá nánari upplýsingar um tjaldsvæðið.