
Félagsfundur í Reykjavík og á Akureyri
Félagsfundur Byggiðnar verður haldinn á Stórhöfða 31 í Reykjavík og á Skipagötu 14 á Akureyri fimmtudaginn 30. janúar kl. 17:00.
Uppstillingarnefnd félagsins mun á fundinum kynna tillögu sína að stjórn, trúnaðarráði og skoðunarmönnum reikninga, fyrir starfsárið 2025 – 2026.
Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðum um málefni félagsins.
Athugið að á Stórhöfða er gengið inn í húsið Grafarvogsmegin.
Léttar veitingar verða í boði.