Fréttir
Eldri félagar hittast á fimmtudag

Eldri félagar hittast á fimmtudag

Hittingur eldri félaga Bygginðar verður fimmtudaginn 6. febrúar klukkan 14:00 á Stórhöfða 31. Gengið er inn Grafarvogsmegin.

Að þessu sinni mun Lísabet Guðmundsdóttir minjavörður Vestfjarða verða með fyrirlestur en hún hefur starfað við fornleifaransóknir á Íslandi, Grænlandi og Noregi.

Á fundinum verður skráning í skoðunarferð um Alþingi, sem fara á fram í byrjun mars. Nánari dagsetning verður auglýst síðar. Hámarksfjöldi í þá ferð verður um 25 manns.